SÉRPANTANIR OG VEISLUÞJÓNUSTA
Við bjóðum upp á alls konar sérpantanir á mat, bakkelsi, snúðum og/eða veisluþjónustu. Einnig er hægt að leigja staðina okkar undir samkomur utan hefðbundins opnunartíma. Sendið inn fyrirspurn hér að neðan og við gefum ykkur verð innan skamms. Við þurfum alla jafna tvo virka daga í fyrirvara en ef þú ert á síðasta séns getur þú samt prófað að hafa samband og við reynum að finna lausnir með þér.
Fylgjið okkur á instagram!
@plantankaffihus
@plantanbistro
Plantan hefur stækkað og rekur nú tvo staði, Plöntuna kaffihús, njálsgötu 64 og Plöntuna Bístró í Norræna húsinu.
Á kaffihúsinu okkar leggjum við áherslu á gott kaffi og bakkelsi, þar sem allt er bakað á staðnum. Við veljum kaffið okkar einstaklega vel og höfum frá upphafi verið í samstarfi við Kaffibrugghúsið hvað það varðar. Á Njálsgötunni bjóðum við einnig upp á samlokur og súpu í notalegu umhverfi á besta stað í miðbænum.
Plantan bístró opnaði í febrúar 2025 en þar bjóðum við uppá hollan mat úr góðu hráefni. Allt sem við bjóðum upp á er plöntumiðað og við leytumst við að nýta þau hráefni sem er best hverju sinni. Matseðilinn breytist því örlítið í sambandi við árstíðirnar. Við bjóðum að sjálfsögðu líka upp á heimabakað bakkelsi og uppáhalds kaffið okkar líkt og á hinum staðnum. Hjá okkur má því alltaf finna bakkelsi og rétti sem eru bæði næringarríkir og ljúffengir.
Einnig bjóðum við upp á sérpantanir á tertum, bakkelsi eða hvers kyns veitingum fyrir hvaða tilefni sem er.
Við bjóðum þig hjartanlega velkomin til okkar.
Bernódus, Hrafnhildur og Júlía.